Viktor Unnar Illugason hefur verið ráðinn til starfa hjá Val en hann mun sjá um þjálfun yngri flokka félagsins.
Viktor er fyrrum knattspyrnumaður en hann mun þjálfa 2. og 4. flokk félagsins.
Viktor var gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma en hann hélt til að mynda til Reading á Englandi sem táningur.
Undanfarin ár hefur Viktor starfað hjá Breiðabliki og séð um að þjálfa yngri flokka þar.