Thierry Henry, goðsögn Arsenal, segir að hann hafi verið heimskur á sínum tíma er hann tjáði sig opinberlega um sinn þjálfaraferil.
Henry var þá spurður út í það hvort hann vildi taka við Arsenal einn daginn og vildi þá meina að það væri draumur allra stuðningsmanna liðsins.
Frakkinn sér eftir þessum ummælum í dag en Arsenal er á góðum stað og í góðum höndum undir stjórn Mikel Arteta.
Henry hefur verið orðaður við starfið hjá sínu fyrrum félagi en það var áður en Spánverjinn tók við keflinu.
,,Það kemst á forsíðurnar! Einu sinni var ég nógu heimskur að segja að það væri draumur allra stuðningsmanna Arsenal. Þeir vildu fá Thierry Henry inn sem þjálfara,“ sagði Henry.
,,Það er mjög erfitt fyrir mig að tjá mig um þetta því þegar ég segi eitthvað um Arsenal þá fer það í blöðin. Ég virði Mikel Arteta og hann hefur gert frábæra hluti undanfarin tvö ár.“
,,Ég hef áttað mig á því að taal um Arsenal og að þjálfa.. Ég verð að bera virðingu fyrir stöðunni.“