Lúðvík Jónasson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar hefur sett í birtingu auglýsingu sem á að vekja athygli á leik Stjörnunnar og KR í Bestu deild karla.
Lúðvík er harður stuðningsmaður Stjörnunnar en auglýsing hans birtist meðal annars hér á 433.is í dag.
„Million dollara andlitið býður Samfylkingarklúbbinn velkominn til Monaco,“ segir i auglýsingu Lúðvíks.
Stjarnan og KR eigast við í Garðabæ í kvöld en hinn litríki Lúðvík talar um heimabæ sinn sem Monaco.
Leikurinn mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast um fjórða sæti deildarinnar sem mögulega gefur Evrópusæti, ræðst það á því hvort Víkingur verði bikarmeistari eða ekki.