Alexis Mac Allister fékk að líta beint rautt spjald í dag er Liverpool spilaði við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Leikurinn er enn í gangi en staðan er nú orðin 3-1 fyrir Liverpool en staðan var 2-1 er Mac Allister var sendur af velli.
Dómarar leikisns ákváðu að senda Mac Allister í sturtu fyrir nokkuð groddaralegt brot en skoðanir stuðningsmanna virðast misjafnar.
Margir vilja meina að Mac Allister hafi ekki átt skilið beint rautt en hann er aðeins að spila sinn annan deildarleik fyrir félagið eftir að hafa komið frá Brighton.
Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér.
Is this a red card for Mac Allister? #LIVBOU pic.twitter.com/DaNWYIjsmV
— guptasunny.eth (@GuptaSunny664) August 19, 2023