Flestir bjuggust við því að Lionel Messi myndi tala ensku í fyrsta sinn á blaðamannafundi í gær.
Messi gekk í raðir Inter Miami í sumar en hann kom til félagsins eftir stutta dvöl hjá Paris Saint-Germain.
Messi hefur aldrei talað almennilega ensku við fjölmiðla á sínum ferli en hann lék nánast allan sinn feril með Barcelona á Spáni.
Búist var við því að Messi myndi svara fyrir sig á ensku á blaðamannafundi fyrir leik gegn Nashville á morgun en svo varð ekki raunin.
Messi neitaði að tala enska tungumálið og leið ekki vel með það og svaraði því öllum spurningum á spænsku.
Messi er þó að læra enska tungumálið betur eftir að hafa fært sig til Bandaríkjana og gæti vel notað það á næstu mánuðum.
Argentínumaðurinn var með túlk í eyranum allan tímann og gat svarað spurningunum vel og vandlega á spænsku.