Margir voru hissa á því að Harry Maguire væri ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Tottenham í dag.
Maguire er fyrrum fyrirliði Man Utd en hann missti bandið í sumar og fór það til Bruno Fernandes.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, treystir Maguire ekki mikið og hefur ekki áhuga á að nota hann í byrjunarliðinu.
Búist var við því að Maguire myndi allavega vera á bekknum gegn Tottenham í dag en hann er hvergi sjáanlegur.
Tveir markmenn eru á bekk Man Utd í þessum leik en Maguire en ástæðan er einföld að sögn Fabrizio Romano.
Romano segir að Maguire sé að glíma við smávægileg meiðsli og getur því ekki tekið þátt í viðureigninni.