Liverpool lenti mjög óvænt undir gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið er á Anfield.
Antoine Semenyo kom Bournemouth yfir snemma leiks en vörn Liverpool leit svo sannarlega ekki vel út til að byrja með.
Heimamenn hafa þó komið til baka og er staðan nú 2-1 eftir mörk frá bæði Luis Diaz og Mohamed Salah.
Salah fékk tækifæri á að skora úr vítaspyrnu en markmaðurinn Neto varði frá honum áður en Egyptinn náði frákastinu.
Mark Diaz var þá virkilega laglegt en bæði mörkin má sjá hér.
🚨 GOAL | Liverpool 1-1 Bournemouth | Luis Diazpic.twitter.com/3p6C2Z6X3I
— VAR Tático (@vartatico) August 19, 2023
🚨 GOAL | Liverpool 2-1 Bournemouth | Mohamed Salahpic.twitter.com/1J2ynLskBa
— VAR Tático (@vartatico) August 19, 2023