Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, hefur útskýrt það af hverju hann fagnar á sérstakan hátt á heimaleikjum liðsins.
Messi hefur sést fagna mörkum sínum vel með Miami og hermir oft eftir ofurhetjum – nefna má Thor, Black Panther og Spiderman.
Ástæða þess er falleg en Messi reynir þannig að ná sambandi við syni sína sem eru í stúkunni í Miami.
Messi á þrjá syni sem fylgjast með föður sínum spila og í dag meira en áður.
,,Þrír strákarnir mínir eru enn í sumarfríi og eru ekki byrjaðir í skólanum svo á hverju kvöldi horfum við á ofurhetju myndir,“ sagði Messi.
,,Þeir stungu upp á þessari hugmynd svo í hvert skipti sem ég skora og þeir eru í stúkunni þá fagna ég eins og ofurhetja.“
,,Ég get bara gert þetta á heimavelli þegar krakkarnir eru þar svo við getum átt þessar minningar saman.“