Romeo Lavia er genginn í raðir Chelsea en hann kemur til félagsins eftir góða dvöl hjá Southampton.
Lavia hafði ekki áhuga á að spila í næst efstu deild Englands og var seldur fyrir 58 milljónir punda.
Lavia er Belgi en annar Belgi hefur gert það gott hjá Chelsea, maður að nafni Eden Hazard.
Chelsea birti skemmtilegt myndband eftir komu Lavia þar sem má sjá hann ræða við Hazard fyrir framan myndavélina.
Lavia endaði viðtalið á að segja: ,,Þvílíkur náungi,“ um Hazard sem er sjálfur án félags þessa stundina.
Afar skemmtilegt en myndband af þessu má sjá hér.
A call with a legend. 😎 pic.twitter.com/GM7Nf6J3Ou
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 18, 2023