Todd Boehly er búinn að vera eigandi Chelsea í rúmt ár en á þeim tíma hefur félagið keypt 28 leikmenn og borgað fyrir þá tæpan milljarð punda.
Boehly keypti Chelsea í maí á síðasta ári og hefur síðan þá farið víða til að versla leikmenn.
Chelsea hefur borgað 945 milljónir punda fyrir þessa 28 leikmenn en dýrastur er Mosies Caicedo sem keyptur var á 115 milljónir punda í vikunni.
Chelsea borgðai einnig yfir 100 milljónir punda fyrir Enzo Fernandez í janúar en Boehly er óhræddur við að rífa upp veskið.
Gengi Chelsea eftir að Boehly tók við hefur ekki verið gott em liðið endaði neðarlega á síðustu leiktíð og tekur ekki þátt í Evrópukeppni á þessu tímabili.
Chelsea have now spent 0.95 𝐁𝐈𝐋𝐋𝐈𝐎𝐍 pounds on players since Todd Boehly took over the club in May 2022. 💰 pic.twitter.com/k8d5GeUemb
— Football Daily (@footballdaily) August 18, 2023