Liverpool er að leiða kapphlaupið um Maria Lemina miðjumann Wolves en ansi mörg félög eru sögð áhugasöm um kauða.
Ensk blöð segja að hið minnsta fimm félög í ensku úrvalsdeildinni vilji fá miðjumanninn frá Gabon.
Hann gekk í raðir Wolves í janúar og átti stóran þátt í því að bjarga félaginu frá falli, hann var í tvö ár hjá Nice.
Lemina var hjá Southampton frá 2017 til 2021 áður en hann var lánaður til Galatasaray og Fulham.
Liverpool er að kaupa Wataru Endo frá Stuttgart en eftir að hafa selt marga miðjumenn í sumar vill Jurgen Klopp fá tvo hið minnsta inn.
Liverpool reyndi i síðustu viku að kaupa Moises Caicedo og Romeo Lavia en báðir höfnuðu Liverpool og völdu að fara til Chelsea.