Fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er lokið en í honum tók Nottingham Forest á móti nýliðum Sheffield United.
Það er óhætt að segja að úr hafi orðið mikil skemmtun. Taiwo Awoniyi kom Forest yfir strax á 3. mínútu leiksins.
Útlitið var afar gott fyrir heimamenn sem áttu næstu mínútur á eftir.
Sheffield United tók hins vegar við sér og það skilaði sér snemma í seinni hálfleik þegar Gustavo Hamer jafnaði metin með frábæru skoti.
Bæði lið sóttu til sigurs en það var Forest sem fann sigurmarkið. Þá skoraði Chris Wood afar snyrtilegt skallamark eftir góða fyrirgjöf Serge Aurier.
Lokatölur, Forest 2 Sheffield United 1.
Forest er þar með komið á blað, er með 3 stig eftir tvo leiki. Sheffield United er hins vegar án stiga.