Andri Lucas Guðjohnsen er mættur á láni til danska liðsins Lyngby en hann kemur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.
Hann klárar tímabilið með danska félaginu en honum er ætlað að fylla skarð Alfreðs Finnbogasonar sem er á förum.
VELLKOMINN ANDRI LUCAS GUDJOHNSEN 💙
Det er med stor glæde, at vi kan præsentere Andri Lucas Gudjohnsen, som kommer til Lyngby Boldklub på en lejeaftale for resten af sæsonen 💪
Gudjohnsen kommer til fra IFK Norrköping, og han står noteret for 15 A-landskampe for det islandske… pic.twitter.com/BImoo43zsT
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 18, 2023
Því samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is mun Alfreð skirfa undir hjá belgíska félaginu K.A.S. Eupen í dag.
Eupen keypti Guðlaug Victor Pálsson frá DC United á dögunum og kaupir nú íslenska framherjann. Félagið er í eigu Aspire Zone í Katar.
Alfreð var í rúmt ár leikmaður Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar en þessi 34 ára gamli leikmaður gerir tveggja ára samning í Belgíu.
Atvinnumannaferill Alfreðs hófst í Belgíu hjá Lokeren árið 2011 og mögulega lokar hann hringnum sínum í sama landi.
Alfreð hefur átt magnaðan feril og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og nú síðast Danmörku.