fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Alfreð Finnboga fer frá Lyngby og verður liðsfélagi Íslendings í Belgíu – Lyngby fær Andra Guðjohnsen á láni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 08:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen er mættur á láni til danska liðsins Lyngby en hann kemur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.

Hann klárar tímabilið með danska félaginu en honum er ætlað að fylla skarð Alfreðs Finnbogasonar sem er á förum.

Því samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is mun Alfreð skirfa undir hjá belgíska félaginu K.A.S. Eupen í dag.

Eupen keypti Guðlaug Victor Pálsson frá DC United á dögunum og kaupir nú íslenska framherjann. Félagið er í eigu Aspire Zone í Katar.

Alfreð var í rúmt ár leikmaður Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar en þessi 34 ára gamli leikmaður gerir tveggja ára samning í Belgíu.

Atvinnumannaferill Alfreðs hófst í Belgíu hjá Lokeren árið 2011 og mögulega lokar hann hringnum sínum í sama landi.

Alfreð hefur átt magnaðan feril og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og nú síðast Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli