Chelsea er byrjað að ræða við Nottingham Forest um að kaupa Brennan Johnson sóknarmann félagsins á 45 milljónir punda.
Chelsea er ekki lengi að skoða aðra kosti eftir að Michael Olise kantmaður Crystal Palace hafnaði félaginu.
Johnson er klár í að fara frá Nottingham en fleiri félög hafa reynt að krækja í hann í sumar.
Chelsea vill bæta við sóknarlínu sína og er næsta skotmark þeirra hinn öflugi Johnson sem er 22 ára gamall.
Chelsea er að klára kaup á Romeo Lavia í dag og nú þegar tvær vikur eru eftir af glugganum er sóknarmaður næstur á lista.