fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 11 sæti – „Þurfa að óttast fall­drauginn í sumar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 15:00

Mynd: Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

11.sæti – Fram

Framarar þurfa að óttast fall­drauginn í sumar en eftir frá­bært tíma­bil í fyrra er hætt við því að heil­kennið sem fylgir oft öðru tíma­bili í efstu deild banki upp á. Fram hefur misst meira en liðið hefur sótt og gæti það verið á­hyggju­efni.

Varnar­leikur liðsins var ansi slakur á síðustu leik­tíð og fékk liðið á sig 63 mörk í 27 leikjum, að­eins liðin sem féllu úr deildinni fengu fleiri mörk á sig. Fram hefur fengið þrjá leik­menn til sín í vetur en allir eiga það sam­eigin­legt að vera ó­skrifað blað í efstu deild, Adam Örn Arnar­son hefur reynslu úr at­vinnu­mennsku en hann lék með Breiða­bliki og Leikni á síðustu leik­tíð og fann ekki sitt besta form.

Spáin:
12 sæti – Fylkir

Fram hefur misst mikil­væga leik­menn og nægir þar að nefna Alex Frey Elís­son og Almar Ormars­son sem áttu stóran þátt í því að Fram vegnaði vel á síðustuleik­tíð. Guð­mundur Magnús­son skoraði sau­tján mörk á síðustu leik­tíð og ó­víst er hvort hann geti haldið upp­teknum hætti.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Lykilmaður: Guðmundur Magnússon
Þjálfari: Jón Sveinsson
Heimavöllur: Framvöllur, Úlfarsárdal
Íslandsmeistarar: 18 sinnum

Komnir
Adam Örn Arnarson
Aron Jóhannsson
Orri Sigurjónsson

Farnir
Almarr Ormarsson
Gunnar Gunnarsson
Indriði Áki Þorláksson
Jesús Yendis
Alex Freyr Elísson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?