fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Greina frá óvæntum vendingum hjá Zlatan – Sér sæng sína útbreidda

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska blaðið Gazetta dello Sport segist hafa heimildir fyrir því að Svíinn magnaði, Zlatan I­bra­himo­vic, muni leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna í sumar þegar að samningur hans við ítalska úr­vals­deildar­fé­lagið AC Milan rennur út.

Hinn 41 árs gamli Zlatan taki þessa á­kvörðun með það til hlið­sjónar að hafa nú til lengri tíma verið að glíma við hné­meiðsli. Zlatan muni hins vegar ekki yfir­gefa her­búðir AC Milan heldur taka að sér hlut­verk sendi­herra hjá fé­laginu.

Zlatan hefur verið frá á yfir­standandi tíma­bili vegna hné­meiðsla en hafði gert sér vonir um að snúa aftur í leik­manna­hóp AC Milan gegn Totten­ham í Meistara­deild Evrópu. Hins vegar eru líkurnar á endur­komu þá taldar afar litlar en leikirnir við Totten­ham í 16-liða úr­slitum fara fram um miðjan febrúar.

Þessi sænski marka­hrókur hefur verið á mála hjá AC Milan frá því árið 2020 er hann kom til fé­lagsins frá LA Galaxy. Þar áður hafði hann unnið glæsta sigra með fé­lögum á borð við Paris Saint-Germain, Barcelona, Juventus, Inter- og AC Milan.

Þá var Zlatan á mála hjá Manchester United á árunum 2016-2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn