Erik ten Hag, stjóri Manchester United, bendir á það að liðið hafi áður unnið Arsenal án þess að vera með miðjumanninn Casemiro í byrjunarliðinu.
Casemiro verður í banni á sunnudaginn í þessum stórleik en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Rauðu Djöflana.
Ten Hag er þó ekki of áhyggjufullur og segist vera með leikmenn sem geta fyllt í skarðið fyrir viðureignina.
,,Síðast þegar við unnum Arsenal þá vorum við ekki með neinn Casemiro,“ sagði Ten Hag við Sky Sports.
,,Í þetta skiptið verðum við að geraþ að sama. Casemiro er augljóslega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og ein af þeim ástæðum að við erum í þeirri stöðu sem við erum í.“
,,Við erum með okkar leikmannahóp og getur fyllt þessa stöðu. Við höfum nú þegar sýnt hvernig á að vinna Arsenal.“