Liverpool 0 – 0 Chelsea
Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag sem olli þó töluverðum vonbrigðum.
Liverpool tók á móti Chelsea í fyrsta leik dagsins en bæði lið hafa verið í mikilli lægð undanfarnar vikur.
Stuðningsmenn beggja liða voru að búast við fjörugri viðureign en að lokum voru engin mörk skoruð.
Það vantaði allt í sóknarleik liðanna í viðureigninni og var afskaplega lítið um góð færi að þessu sinni.
Niðurstaðan markalaust jafntefli sem hjálpar hvorugu liði í Evrópubaráttunni.