Besti miðjumaður Manchester United, Casemiro verður í leikbanni þegar liðið heimsækir topplið Arsenal í kvöld.
Casemior fékk gult spjald í 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace í gær. Miðjumaðurinn frá Brasilíu hefur reynst United frábærlega á þessu tímabili.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Erik ten Hag leysir málin en ensk blöð telja í dag að Fred komi bara inn.
Þá er búist við því að Anthony Martial hafi náð heilsu á sunnudag og geti byrjað á Emirates vellinum.
Svona er líklegt byrjunarlið United.