Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United virðist hugsa sér til hreyfings en hann var að kaupa sér íbúð í blokk á milljarð.
Keane hefur fest kaup á íbúð í nýrri byggingu í Dublin, heimalandið virðist kalla í kauða.
Keane hefur verið búsettur í Manchester um langt skeið nú hefur hann fjárfest í heimalandinu.
Verið er að reisa bygginguna sem er á frábærum stað í Dublin og verður þar að finna allan þann lúxus sem fólk vill. Kostaði íbúðin 5,7 milljónir punda.
Keane er sterk efnaður eftir glæstan feril í fótboltanum en hann var lengi vel fyrirliði írska landsliðsins.