Arsenal hefur hafið viðræður við Brighton um Leandro Trossard og eru þær nokkuð vel á veg komnar.
Trossard er 28 ára gamall. Belginn getur spilað úti á kanti og fyrir aftan framherja.
Arsenal missti af Mykhailo Mudryk til Chelsea á dögunum og er útlit fyrir að plan B sé Trossard hjá Brighton. Samningur hans rennur út í sumar og ætti hann því að vera fáanlegur á góðu verði.
Trossard hefur þegar samið um persónuleg kjör hjá Arsenal og þurfa félögin því bara að ná saman um kaupverð.
Samanburðurinn á Mudryk og Trossard er áhugaverður en Mudryk kemur betur út þar. Hafa skal í huga að hann hefur spilað talsvert minna.