Manchester United þarf að finna arftaka Cristiano Ronaldo, líklegt er að félagið sé byrjað að skoða þá kosti sem verða í boði í janúar eða næsta sumar.
Ronaldo sem fagnar 38 ára afmæli sínu í byrjun næsta árs er í aukahlutverki hjá Erik ten Hag. Hann vildi burt í sumar en fékk það ekki í gegn.
Ensk blöð greindu frá því í gær að Ronaldo myndi reyna að fara frá United í janúar og að Ten Hag væri nú til í að leyfa honum að fara.
Fremsta víglína United er þunnskipuð og því er ljóst að Tan Hag mun vilja styrkja þá stöðu. Ensk blöð segja fjögur nöfn geta komið til greina.
Cody Gakpo sem félagið reyndi að kaupa í sumar frá PSV gæti verið ofarlega á blaði en Ivan Toney framherji Brentford gæti einnig verið á blaði.
Victor Osimhen framherji Napoli hefur reglulega verið orðaður við lið á Englandi og Tammy Abraham hjá Roma gæti verið kostur sem yrði skoðaður.
Victor Osimhen – Napoli
Ivan Toney – Brentford
Cody Gakpo – PSV Eindhoven
Tammy Abraham – Roma