fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Tottenham fær aukið fé til umráða

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 24. maí 2022 19:48

(Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur fékk í dag 150 milljónir punda til umráða frá ENIC, stærstu hluthöfum félagsins eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Í tilkynningu á heimasíðu félagsins segir að féð verði notað í að fjárfesta í klúbbnum innan sem utan vallar.

ENIC tók við stjórnvölunum hjá félaginu árið 2001 og síðan þá hefur Tottenham sex sinnum tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu og byggt nýjan heimavöll og æfingarsvæði.

Liðið hefur hins vegar aðeins unnið einn bikar á síðustu 20 árum en það var deildarbikarinn árið 2008 og hefur stjórn félagsins verið mikið gagnrýnd af stuðningsmönnum Spurs fyrir að fjárfesta ekki nógu mikið í leikmannahóp liðsins.

Ljóst er að Antonio Conte ætlar sér stóra hluti með Tottenham á næstu leiktíð og aukið féð þvi kærkomin leið fyrir Ítalann að setja saman nýtt og öflugt lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Í gær

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði