fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Besta deildin: Dramatík er FH og Valur skildu jöfn – Matti Vill hetja FH

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 19:56

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti Val í Kaplakrika í fyrsta leik 4. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Nokkuð jafnræði var á milli liðanna í byrjun leiks. Ólafur Guðmundsson kom heimamönnum í FH yfir með skalla þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum eftir stoðsendingu frá Guðmundi Kristjánssyni. Mikill hiti var í leiknum og gaf Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, fjögur gul spjöld í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu ágætis færi undir lok fyrri hálfleiks en FH leiddi með einu marki þegar flautað var til hálfleiks.

FH-ingar áttu hættulegri færi í byrjun seinni hálfleiks en Matthías Vilhjálmsson og Steve Lennon áttu báðir dauðafæri. Valsmenn ógnuðu einnig og bættu í eftir því sem leið á hálfleikinn. Hólmar Örn Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Val á 69. mínútu. Patrick átti þá skot sem fór í stöngina og féll boltinn fyrir Hólmar sem kláraði. Arnór Smárason kom Val yfir á 83. mínútu, Orri Hrafn átti skot sem endaði hjá Arnóri og hann skoraði örugglega.

Heimamenn gáfust ekki upp og jafnaði Matthías Vilhjálmsson metin sex mínútum síðar með skoti í fjærhornið. Það reyndist lokamark leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan hér í kvöld.

Valur er enn á toppi deildarinnar með 10 stig en FH í 7. sæti með 4 stig.

FH 2 – 2 Valur
1-0 Ólafur Guðmundsson (´20)
1-1 Hólmar Örn Eyjólfsson (´69)
1-2 Arnór Smárason (´83)
2-2 Matthías Vilhjálmsson (´89)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni

Staðfest að Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“