fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Jakob segir KSÍ málið ekki á leið að hætta – Er með kenningu um hvernig Sigurður G fékk gögnin

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 09:10

Jakob Bjarnar Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísir.is var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór yfir málefni KSÍ í víðu samhengi. Málefni KSÍ hafa yfirtekið allar fréttir síðustu daga og vikur.

Málið hófst á því að KSÍ var sakað um að hylma yfir og þagga niður meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Guðni Bergsson formaður og stjórn sambandsins sagði af sér vegna málsins.

„Þetta KSÍ mál vill bara ekki hætta, þetta eru þrír dagar sem það tekur bóluna yfirleitt að springa þegar eitthvað verður alveg brjálað. Þetta heldur áfram og áfram, þetta tengist svo mörgu í samtíma okkar. Þetta tengist því hversu voldugir þessir samfélagsmiðlar eru og hversu mikil áhrif þeir, hversu mikil áhrif þeir eru farnir að hafa á umræðuna,“ sagði Jakob á Bylgjunni.

Jakob snéri þá máli sínu að mótmælum sem boðuð voru fyrir leik Íslands og Rúmeníu fyrir viku síðan. „Twitter herinn sem reyndist nú ekki ýkja stór þegar til kastana kom. Það hafði verið boðið til samstöðufundar fyrir Rúmeníu leikinn og svo voru bara 9 mættir. Kerfið allt og stofnarnir eru hnjánum gagnvart þessu,“ sagði Jakob sem segir þróunina slæma.

Sigurður G Guðjónsson birti í vikunni lögregluskýrlu er varðar málefni Kolbeins Sigórssonar. Framherjinnn hafði greitt miskabætur eftir að tvær konur sökuðu hann um ofbeldi, greiddi Kolbeinn miskabæturnar en neitar fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.

„Hann birtir myndir upp úr lögregluskýrslu, þetta hefur verið harðlega gagnrýnt. Hann er grjótharður hann Sigurður G, hann er einn mesti töffari sem maður veit. Hann taldi ekkert athugavert, hann er klókur. Hann sagðist bara vera maður á götunni, hann er í stjórn Bakarameistarans. Hann er lögmaður faðir Kolbeins sem á Bakarameistarann. Hann hefur fengið gögnin yfir eldhúsborðið hjá þeim feðgum,“ sagði Jakob um málið en birting Sigurðar vakti mikla athygli.

Meira:
Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt – Engir sjáanlegir áverkar á Þórhildi

Málið hefur tengt sig víða en styrktaraðilar í hlaðvarpsþættinum Mike Show hættu margir að styrkja þáttinn. Ástæðan var sú að að þátturinn hafði rætt um málið og gagnrýnt Hönnu B Vilhjálmsdóttir sem gagnrýnt hefur KSÍ.

„Mál er varðar podcast sem ég hef aldrei hlustað á, en mér skilst að sé vinsælt. Þetta Mike Show, þetta er mjög mikilvægt atriði. Ég get reyndar ekki skilið hvernig menn tala um fótbolta tímunum saman. Ég heyrði brot á netinu sem átti að vera merki um eitraða karlmennsku. Twitter smásálarnir yfir sig hneykslaðar, þeir voru að gagnrýnu Hönnu Vilhjálmsdóttir og aðferðarfræði feminista. Hér verðum við að gera stans, við erum komin þangað að við ruglum tilgangi og meðali. Þeir eru að gagnrýna málflutning Hönnu og aðferðarfræði feminista. Þá er það lagt að jöfnu sem hálfgerðir talsmenn kynferðisbrota,“ sagði Jakob. 

Allt viðtalið má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð