fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Dramatík í báðum leikjum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 21:11

Andri Rafn skoraði sigurmark Blika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Breiðablik vann í skemmtilegum Kópavogsslag

HK og Breiðablik mættust í Kórnum þar sem þeir síðarnefndu unnu.

Arnþór Ari Atlason kom HK yfir um miðjan fyrri hálfleik. Kristinn Steindórsson jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.

Heimamenn fengu víti þegar 20 mínútur lifðu leiks. Á punktinn fór Birnir Snær Ingason og skoraði.

Útlitið var gott fyrir HK en á 84. mínútu fékk Breiðablik víti. Úr því skoraði Thomas Mikkelsen og jafnaði leikinn.

Skömmu síðar höfðu Blikar snúið leiknum við. Andri Rafn Yeoman skoraði þá frábært mark. Lokatölur 2-3.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, 5 stigum á eftir toppliði Vals. HK er í ellefta sæti, fallsæti, með 6 stig.

Jafnt á Hlíðarenda

Valur og Fylkir gerðu jafntefli á Hlíðarenda.

Markalaust var eftir fremur rólegan fyrri hálfleik.

Eftir tíu mínútur af þeim seinni skoraði Haukur Páll Sigurðsson með skalla og kom heimamönnum yfir.

Fylkismenn sýndu mikinn karakter og fundu jöfnunarmark á 89. mínútu. Markið skoraði Arnór Borg Guðjohnsen. Lokatölur 1-1.

Valur er enn á toppi deildarinnar, nú með 24 stig. Fylkir er í sjöunda sæti með 11 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan tók 200 kíló af kókaíni sem merkt var Liverpool

Lögreglan tók 200 kíló af kókaíni sem merkt var Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Káfaði á rassi fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu atvikið – Káfaði á rassi fréttakonu í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Harry Kane tekur upp veskið eftir par frá Bandaríkjunum fór í fýluferð til Englands

Harry Kane tekur upp veskið eftir par frá Bandaríkjunum fór í fýluferð til Englands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hegðun Ronaldo í London í gær vekur furðu – Rauk beint inn

Hegðun Ronaldo í London í gær vekur furðu – Rauk beint inn
433Sport
Í gær

Albert kom inn á í jafntefli

Albert kom inn á í jafntefli
433Sport
Í gær

Gifta stjarnan viðurkennir loks að hafa átt samband með konunni sem segir hann eiga barn sitt – Hefur ekki fengið krónu frá honum í uppeldinu

Gifta stjarnan viðurkennir loks að hafa átt samband með konunni sem segir hann eiga barn sitt – Hefur ekki fengið krónu frá honum í uppeldinu
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Jafnt í stórleik helgarinnar – Man Utd getur verið sátt með stigið

Enska úrvalsdeildin: Jafnt í stórleik helgarinnar – Man Utd getur verið sátt með stigið
433Sport
Í gær

Tveir Íslendingaslagir fóru fram í Noregi – Adam og félagar halda sér uppi

Tveir Íslendingaslagir fóru fram í Noregi – Adam og félagar halda sér uppi