fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
433Sport

Mourinho hefur aldrei gengið eins illa og hjá Tottenham eftir 50 deildarleiki – Tapað fimm af síðustu sex leikjum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 14:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tapaði fyrir West Ham United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri West Ham.

Tottenham hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, aðeins skorað tvö mörk og hafa fengið á sig tíu mörk.

Liðið situr í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum frá fjórða sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þegar fjórtán umferðir eru eftir af deildinni þetta tímabilið.

Tölfræðisíðan OptaJoe, varpar ljósi á þá staðreynd að José Mourinho hefur aldrei safnað jafn fáum stigum í fyrstu 50 leikjum sínum sem knattspyrnustjóri hjá liði eins og hann hefur gert hjá Totttenham.

Mest hefur hann fengið 124 stig í fyrstu 50 leikjum sínum sem knattspyrnustjóri en það var hjá Porto. Hjá Tottenham hefur hann hins vegar fengið 81 stig eftir 50 leiki.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu kostulegt atvik í kvennaboltanum í gær

Sjáðu kostulegt atvik í kvennaboltanum í gær
433Sport
Í gær

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum – 100 manns mega mæta

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum – 100 manns mega mæta
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?