Iago Aspas, leikmanni Celta Vigo, brá heldur betur í gær eftir að hafa skorað mark gegn Barcelona.
Aspas reyndist hetja Celta í 2-2 jafntefli við Barcelona og skoraði jöfnunarmark á 88. mínútu.
Aspas reif sig úr treyjunni eftir að hafa skorað markið og fékk að venju gult spjald fyrir það.
Dómari leiksins tók hins vegar upp vitlaust spjald og byrjaði á að gefa Aspas beint rautt spjald.
Hann var ekki lengi að átta sig á eigin mistökum og reif að lokum upp rétt spjald.
Þetta má sjá hér.