Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst ekki við að Jadon Sancho sé á leið til Englands í sumarglugganum.
Sancho er einn eftirsóttasti leikmaður heims en hann er á mála hjá þýska félaginu Dortmund.
Liverpool er orðað við leikmanninn en miðað við ummæli Klopp er hann ekki á leið þangað í bráð.
,,Rauð treyja myndi líta vel út á Jadon Sancho en ég held að þessi skipti gerist ekki í sumar,“ sagði Klopp.
,,Hann er mjög áhugaverður leikmaður. Ef hann kæmi til Liverpool þá yrði ég mest hissa af öllum.“