Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur sagt frá því þegar hann hitti Sadio Mane í fyrsta sinn.
Mane lék þá í Austurríki en Klopp hafði áhuga á að fá hann til Dortmund. Fyrstu kynni voru hins vegar ekki góð.
Nú í dag blómstrar Mane undir stjórn Klopp hjá Liverpool og er einn besti leikmaður liðsins.
,,Ég man eftir því þegar ég hitti Sadio í fyrsta sinn. Það var í Dortmund,“ sagði Klopp.
,,Hann var mjög ungur og sat þarna með derhúfuna sína eins og rappari. Ég horfði á hann og ég hugsaði að ég hefði ekki tíma fyrir svona gæa.“
,,Við vorum með gott lið í Dortmund og ég þurfti einhvern sem myndi sætta sig við bekkjarsetu. Ég vildi þróa leik hans. Ég er góður mannþekkjari, en ég hafði rangt fyrir mér. Hann var magnaður hjá Southampton.“