Sergino Dest, leikmaður Ajax gat ekki dvalið lengur í Katar af ótta við stríðið milli Írans og Bandaríkjanna sem nú er í gangi. Hann óttaðist það mikið að Katar gæti orðið fyrir barðinu á þessum árásum.
Ajax er í æfingaferð í Katar en Dest leið illa á svæðinu, Doha höfuðborg Katar liggur nálægt Íran.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni herja hressilega á Íran ef þeir fara ekki að róa sig í árásum á Bandaríkjanna. Dest óttaðist mikið að þetta gæti haft áhrif í Katar og fékk leyfi til að fara heim.
,,Það er varla mikill vafi á að morðið á írakska hershöfðingjanum Qasem Soleimani er innlegg í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Donald Trump getur sagst vera harður karl með því að drepa illþýði eins og Solemani sannarlega var. Hershöfðinginn var einn valdamesti maður í einhverri ógeðslegustu ógnarstjórn í heiminum í dag, skuggavera sem hafði það hlutverk að breiða út átök til annarra landa. Hreyfingin sem hann tilheyrði, Quads, angi af Byltingarverðinum íranska, má jafna við fasistasamtök. Þetta er maður sem er engin ástæða til að sakna – hann fékk makleg málagjöld,“ skrifaði Egill Helgason, fréttamaður á RÚV í pistli sínum málið.
Sergino Dest has flown home from Ajax's midseason training camp in Qatar as he does not feel comfortable in the region amid political tensions between the U.S. and Iran. pic.twitter.com/Zgv5DfJckl
— ESPN FC (@ESPNFC) January 9, 2020