fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Hjörvar sendir aðvörun á Morgunblaðið eftir þessa frétt þeirra um Gylfa

Victor Pálsson
Mánudaginn 23. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, hefur átt betri tímabil en hann er að upplifa í Liverpool þessa dagana.

Gylfi spilaði í markalausu jafntefli við Arsenal um helgina en var ekki sannfærandi eins og kannski í flestum umferðum tímabilsins til þessa.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þá ræddi Hjörvar Hafliðason aðeins grein sem hann sá í Morgunblaðinu eftir leik.

Þar var fyrirsögnin: ‘Gylfi á aldrei aftur að spila fyrir Everton’ – hún var búin til eftir ummæli eins stuðningsmanns Everton á Twitter.

Hjörvar sendi Morgunblaðinu létta pillu eftir þessa grein og bendir á að það sé hægt að finna alls konar bull á þessum annars ágæta samskiptamiðli.

,,Það eru jólin og ég ætla að vera með spjöldin í vasanum. Ég verð hins vegar að aðvara mína menn í Morgunblaðinu núna, bara því mér þykir vænt um ykkur,“ sagði Hjörvar.

,,Hér er fyrirsögn: ‘Gylfi á aldrei aftur að spila fyrir Everton’ ég hugsa bara ‘já, hvað er þetta?’

,,Þá kemur það sem stendur í greininni: ‘Eftir leikinn í gær kölluðu margir eftir því að Gylfi yrði látin fara frá félaginu. Á samfélagsmiðlinum Twitter gekk einn svo langt með að segja að hann ætti aldrei aftur að spila fyrir Everton.’

,,Ef þú leitar á Twitter geturðu fundið allt það bull sem þú vilt. Þú getur fundið Manchester City aðdáanda sem er á móti Pep Guardiola, þú getur fundið Liverpool stuðningsmann sem er á móti Jurgen Klopp. Við verðum að fara að setja okkur í stand allir sem einn og beint í stuttbuxurnar.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid