Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur valið besta lið áratugarins á Englandi.
Shearer er ein af goðsögnum ensku deildarinnar en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle.
Lið Shearer er afar gott en þar komast fimm leikmenn Manchester City og fimm leikmenn Chelsea á blað.
Aðeins einn leikmaður spilaði ekki fyrir þau lið en það er Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United.
Sergio Aguero er á meðal þeirra sem komast í lið Shearer en hann er framherji City og hefur verið í mörg ár.
Aguero þakkaði Shearer fyrir valið á Twitter-síðu sinni og segir það vera heiður að fá pláss.
Es un honor! Muchas gracias//It’s an honour! Thank you, truly, @ManCity @premierleague @alanshearer 🤟🏽 https://t.co/43DaUF1NsQ
— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) 19 December 2019