fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
433Sport

Þjálfari Tyrklands reiður í Laugardalnum: Vegabréfið hans var hrist – „Þeir tóku símana okkar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2019 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Şenol Güneş, þjálfari Tyrklands er brjálaður yfir því hvernig komið var fram við hann og leikmenn sína á Keflavíkurflugvelli í gær. Hann segir Íslendinga hafa litlar sálir og að svona eigi ekki að haga sér.

Tyrkir komu til landsins í gær, fyrir landsleik gegn Íslandi sem fram fer á morgun. Tyrkir voru í 80 mínútur í öryggisleit. Þeir voru ósáttir með það, Isavia kveðst hafa farið eftir reglum. Tyrkland flaug frá Konya sem er ekki alþjóðaflugvöllur. Sökum þess var eftirlitið meira.

,,Er einhver hérna sem er eldri en 43 ára? Við sjáum fótboltann sem hlut til að sameina fólk, sama hvaða trú eða þjóðerni þú hefur. Íslendingar fengu jákvæð viðbrögð eftir EM og HM, ég kom hingað árið 1976. Völlurinn er eins en borgin hefur breyst,“ sagði Gunes sem var mjög heitt í hamsi í ræðu, sem hann hafði undirbúið.

,,Ég kom í köldum september árið 1976 en fólkið var hlýtt. Núna er Kári Árnason í Tyrklandi og fleiri leikmenn hafa spilað þar, ætlum við að tala um það sem tveir öryggisverðir gerðu í gær? Ég hef verið í fótbolta í 53 ár, þegar þú ferð í svona eftirilit þá áttu ekki von á svona. Af hverju var verð að hrista vegabréfið mitt?,“ sagði Senul og hristi bréfið til að leika eftir, það sem öryggisvörðurinn á Keflavíkurflugvelli á að hafa gert.

,,Hvað var að vegabréfinu mínu? Þeir tóku snyrtivörur, vökva og síma. Hvað voru þeir að reyna að gera? Ísland er lítið land en með því að haga sér svona ertu að gera lítið úr sjálfum þér, þetta er utan vallar. Ég er að útskýra mál mitt.“

Gunes talaði svo um Aron Einar Gunnarsson, sem sagði í dag að hann hefði upplifað svipaða hluti þegar Ísland fór til Konya árið 2015.

,,Aron Einar sagði að þeir hefðu upplifað sömu hluti í Konya, það er líka rangt. Ef þessi meðferð kom vegna þess að svona var tekið á móti þeim í Konya, þá er það mjög rangt viðhorf. Við erum stór þjóð og högum okkur ekki svona, núna loka ég málinu. Flug í sex og hálfan tíma og svo bíða í tvo tíma á vellinum.“

,,Ég vildi ekki ræða þetta en Ísland fékk tvo heimaleiki í sumar, þeir fengu forskot og þurfa ekki að gera svona.“

,,Kannski ætti UEFA að taka á málinu, laga hlutina. Þeir eiga að taka á málinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Leipzig búið að kaupa arftaka Werner

Leipzig búið að kaupa arftaka Werner
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir brottför leikmanns – Spilar ekki því hann gæti meiðst

Klopp staðfestir brottför leikmanns – Spilar ekki því hann gæti meiðst
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óli Kri spilaði 15 ára gömlum strák: ,,Maður þarf að velja rétt“

Óli Kri spilaði 15 ára gömlum strák: ,,Maður þarf að velja rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn
433Sport
Fyrir 2 dögum

HK náði stigi gegn ÍA – Grótta vann öruggan sigur

HK náði stigi gegn ÍA – Grótta vann öruggan sigur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill losna við vatnspásurnar á Englandi

Vill losna við vatnspásurnar á Englandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“