fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Blöskrar okur á Hlöllabátum: „Þetta er rán“ – „Okurbúlla eins og allt á Íslandi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 09:00

Hvað finnst lesendum DV um þessa verðlagningu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa skapast inni á Facebook-hópnum Matartips eftir að kona nokkur, sem ekki vill láta nafn síns getið, birti mynd af laukhringjaskammti sem hún pantaði á Hlöllabátum í miðbæ Reykjavíkur. Konan hefur gefið matarvefnum góðfúslegt leyfi til að birta myndina, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

„890 krónur á Hlölla (gos ekki innifalið),“ skrifar konan við myndina inni í Matartips, en á henni sést skammtur af laukhringjum og sósa. Það stendur ekki á viðbrögðum meðlima hópsins.

Hér má sjá myndina umræddu.

„Þetta er rán,“ skrifar einn og fleiri taka í sama streng. „Vona að þú hafir borðað helminginn og tekið svo myndina.“ Enn annar tekur sterkt til orða. „Okurbúlla eins og allt annað á Íslandi.“ Þessum finnst staðurinn hafa hrakað: „Hlölli er orðinn dýr og vondur staður og ekki mikið magn á þessu.“

Borga góð laun

Eins og áður segir var myndin tekin á veitingastað Hlöllabáta við Ingólfstorg, en sá staður er sér og er ekki með sömu rekstraraðila og til dæmis Hlöllabátar í Skeifunni, á Höfða og í Smáralind. Einn fyrrverandi starfsmaður staðarins blandar sér í umræðuna og kemur skyndibitastaðnum til varnar og segir hann gera vel við sitt starfsfólk.

„Hlöllabátar er fínt fyrirtækin, en er samt pínu dýrt,“ skrifar hann. „Borga vel laun.“

Þá velta einhverjir fyrir sér raunverulegum efniskostnaði við slíkan skammt af laukhringjum.

„Ef þetta er skammturinn þá er hann sirka fjörutíu króna virði,“ skrifar einn og annar blandar útlendingum í hasarinn. „Hvað ætli Ameríkönum fyndist um að borga átta dollara fyrir nokkra laukhringi?“ Við það svarar einn kunnugur staðarháttum vestan hafs: „Bara klikkun. Þetta kemur frítt með öðru hér í Bandaríkjunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa