fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Matur

Gamma ehf. hækkaði leiguna um 106%: „Þetta er bara þessi svaðalega græðgi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 11:00

C is for Cookie skellir í lás.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffihúsið C is for Cookie lokar um mánaðarmótin eftir að eigendur húsnæðisins, Gamma ehf., ákvaðu að hækka leiguna um rúmlega 106 prósent. Frá þessu er sagt á vef Vísis. C is for Cookie opnaði árið 2010 við Týsgötu 8 en Gamma ehf. keypti jarðhæð og kjallara húsnæðisins í fyrrasumar.

Við kaupin hófust viðræður á milli eigenda C is for Cookie og Gamma ehf. um leiguna en að sögn Daníels Tryggva Daníelssonar, eiganda kaffihússins, bar of mikið á milli.

„Það stendur til að hækka leiguna hjá okkur um rúmlega 100 prósent. Það er bara alltof stór biti fyrir okkur að kyngja,“ segir Daníel. Fyrri samningur kaffihússins hljóðaði upp á 315 þúsund krónur á mánuði og tekur Daníel fram að sú upphæð sé lægri en gerist og gengur í húsnæði í miðbænum. Hann bjóst við að leigan myndi hækka þegar Gamma ehf. keypti húsnæðið en var brugðið þegar að hann var krafinn um 650 þúsund krónur í mánaðarleigu.

„Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi bransi er nú ekki upp á marga fiska í augnablikinu og ekkert sem virðist styðja við hann – hvorki borgin né leigusalar,“ segir hann og bætir við:

„Þetta er bara þessi svaðalega græðgi í þeim sem veldur þessu.“

Stormur í vatnsglasi

Bjarni Hákonarson, hótelstjóri Hótel Óðinsvéa, hefur séð um samskipti við kaffihúsið fyrir hönd Gamma ehf. Í viðtali við Vísi segir hann að Gamma ehf. hafi staðið straum af viðhaldskostnaði við kaupin á húsnæði og að rýmið á fyrstu hæðinni hafi verið vannýtt. Þá segir hann að viðræður um leigu við C is for Cookie hafi ekki borið árangur.

„Við báðum eigendur kaffihússins að stinga upp á tölu í þessu samhengi. Þeir vildu fá tíma til að hugsa sig um áður en lagt yrði fram tilboð, meðan þeir ákvæðu hvernig hátta skyldi rekstri kaffihússins – sem við veittum,“ segir Bjarni og bætir við að sá umhugsunarfrestur hafi varað í nokkra mánuði

„Það komu hins vegar aldrei nein svör frá þeim um hvaða leigu þeir vildu. Þeir reyndu ekki einu sinni að semja um hana,“ segir Bjarni og heldur áfram.

„Mér finnast því þessi viðbrögð kaffihússins dálítill stormur í vatnsglasi enda höfum við reynt að vera eins sanngjarnir og hægt er í öllu þessu ferli.“

Frétt Vísis í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur
Matur
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 3 dögum

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-kjúlli sem svíkur engan

Ketó-kjúlli sem svíkur engan
Matur
Fyrir 4 dögum

Þú þarft aðeins að fylgja þessum tveimur reglum ef drottningin býður í mat

Þú þarft aðeins að fylgja þessum tveimur reglum ef drottningin býður í mat
Matur
Fyrir 4 dögum

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða
Matur
Fyrir 4 dögum

Blöskrar okur á Hlöllabátum: „Þetta er rán“ – „Okurbúlla eins og allt á Íslandi“

Blöskrar okur á Hlöllabátum: „Þetta er rán“ – „Okurbúlla eins og allt á Íslandi“
Matur
Fyrir 4 dögum

Frosthörkurnar skilja eftir sig ótrúlegan hlut: Svona getur náttúran verið mögnuð

Frosthörkurnar skilja eftir sig ótrúlegan hlut: Svona getur náttúran verið mögnuð