fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Matur

Bakar alltaf ber að ofan: Úr bisness í bakstur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 18:00

Matt er lunkinn í eldhúsinu.

Matt Adlard er 26 ára gamall maður sem er með tæplega fjögur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. Á samfélagsmiðlum gengur hann undir nafninu Topless Baker og er ávallt ber að ofan þegar hann bakar.

View this post on Instagram

I’m excited to announce I’ll be ending my baking career to become a topless model…kidding! 😂 I’ve had a lot of great opportunities from doing topless baker so when @dearboymag asked me to do some “modelling” I thought why not! I’m featured in their latest ‘Play’ issue which is all about the colour yellow, check their profile to read all about it! Now, I’m probably the most awkward person when it comes to posing in front of a camera so this was wayyyy out of my comfort zone but it was such a fun experience! Thank you to @juun.h for the photography and @aliesey & @emlou_makeup for styling and makeup! ❤️ For some reason Instagram hasn’t uploaded the second pic! Explicit content obvs

A post shared by Topless Baker (@toplessbaker) on

Matt ólst upp í litlum bæ á Englandi sem heitir Norwich og hjálpaði foreldrum sínum að reka veitingastað í bænum á uppvaxtarárunum, en faðir hans er Michelin-stjörnukokkur. Matt útskrifaðist úr háskólanum í Birmingham með gráðu í alþjóðaviðskiptum og flutti í kjölfarið til London til að skapa sér nafn í markaðsfræðum.

Það leið ekki á löngu þar sem hann komst að því að markaðsfræði væri ekki fyrir sig og byrjaði að baka í frítíma sínum. Hann æfði sig í heilt ár og tók síðan þátt í baksturskeppni. Honum til mikillar undrunar sigraði hann í keppninni með sítrónutertunni sinni. Eftir sigurinn stakk vinnufélagi hans upp á því að hann myndi opna bloggsíðu. Matt var hrifinn af hugmyndinni en fannst líka mjög gaman að mæta í ræktina. Þannig að hann ákvað að sameina þetta tvennt og baka alltaf ber að ofan.

Þetta hefur virkað svona líka vel og hefur hann náð athygli stjörnukokka á borð við Gordon Ramsay, sem fylgir bakaranum á Twitter.

Ári eftir að Matt opnaði bloggsíðuna Topless Baker var hann orðinn svo vinsæll á internetinu að hann ákvað að hætta í föstu vinnunni sinni og helgaði sig blogginu. Þá er hann einnig með YouTube-rás þar sem hann birtir myndbönd vikulega.

Það er unun að horfa á Matt vinna því hann er svo ofboðslega fær í að skreyta kökur og er einkar laginn í að fríska upp á hefðbundnar uppskriftir.
Matt býr með kærustu sinni og hundi í Norwhich en ferðast regulega til London til að taka upp myndbönd fyrir YouTube-rásina.

View this post on Instagram

My best friend said yes 💍

A post shared by Topless Baker (@toplessbaker) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Tikka Masala sem þú sérð ekki eftir að elda

Tikka Masala sem þú sérð ekki eftir að elda
Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 3 dögum

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða
Matur
Fyrir 3 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 3 dögum

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati