fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Krakkfranskar teknar af matseðli: „Eiturlyfjafíkn er ekki grín“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 21:00

Krakkfranskarnar frægu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn HopCat, sem er að finna á sautján stöðum í Bandaríkjunum, hefur boðið upp á franskar á matseðli frá opnun fyrsta staðarins fyrir ellefu árum síðan. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að franskarnar hafa verið kallaðar Crack Fries, eða krakkfranskar, með vísan í eiturlyfið krakk sem verður þúsundum að bana á ári hverju.

Mark Gray, framkvæmdastjóri BarFly Ventures, móðurfyrirtækis HopCat, tilkynnti það í myndbandi á YouTube í vikunni að nafni á frönskunum verði breytt, enda um misheppnaðan brandara að ræða.

„Eiturlyfjafíkn er ekki grín þó nafnið krakkfranskar hafi átt að vera kaldhæðnislegt grín,“ segir Mark. „Eiturlyfið krakk hefur rústað mörgum af þeim samfélögum sem við þjónustum.“

Verið er að endurhanna skilti og plaköt sem auglýstu krakkfranskarnar en nýtt nafn á frönskunum verður kynnt í janúar á næsta ári, áður en HopCat heldur sína árlegu frönsku kappátskeppni. Hins vegar mun uppskriftin að frönskunum haldast óbreytt. Food Network hefur sett frönskurnar í hóp tíu bestu franskanna í Bandaríkjunum og er rétturinn eitt helsta sérkenni staðarins.

„Við völdum nafnið fyrir rúmlega ellefu árum síðan til að vísa í hve ávanabindandi frönskurnar og piparkryddið á þeim væri, án þess að hugsa um þá sem eiturlyfið hefur haft neikvæð áhrif á,“ segir Mark einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa