fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Martröð á KFC í Ástralíu: „Ímyndið ykkur hryllinginn, ógleðina og vonbrigðin“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 23:00

Hræðileg lífsreynsla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Palmer, 26 ára áströlsk kona, ákvað að panta sér mat á skyndibitastaðnum KFC í Sydney fyrir ekki svo löngu síðan, enda afar hrifin af matnum sem þar er á boðstólnum. Sarah og vinir hennar pöntuðu risa kjúklingaveislu og létu senda hana heim, en Söruh brá heldur betur í brún þegar hún byrjaði að gúffa kjúklingnum í sig.

Það sem blasti við henni var eitthvað sem leit út eins og heili og brá Sarah á það ráð að taka mynd af herlegheitunum og skrifa á Facebook-vegg KFC í Ástralíu. Sagt er frá málinu á vef Mirror.

„Hæ KFC. Ekki misskilja mig því ég er aðdáandi kjúklings frá KFC. Ég elska nagga jafn mikið og næsti maður en í dag þegar ég keypti það sem ég hélt að yrði fingrasleikjandi góður kjúklingur frá KFC reyndist hann líta út eins og heili mér til mikillar skelfingar,“ skrifar Sarah.

„Þetta er ekki innsláttarvilla. Já, ég meina heili, sem var grafinn undir dásamlega leynilegum kryddjurtum. Ímyndið ykkur hryllinginn, ógleðina og vonbrigðin. Ég vildi óska að þetta hefði ekki svona mikil áhrif á mig en þetta hefur breytt sambandi mínu við KFC til hins verra. Ég kynni vel að meta hugmyndir frá ykkur um hvernig við getum lagað sambandið okkar. Með djúpsteiktum kveðjum, Sarah,“ bætir hún við.

Hér er það sem blasti við Söruh.

Svarið frá KFC var hins vegar langt því frá jafn hnyttið og einlægt og skrif Söruh.

„Hæ Sarah, takk fyrir skilaboðin. Mér finnst líklegra að þetta sé nýra en heili. Geturðu sent mér einkaskilaboð og sagt mér klukkan hvað þú pantaðir, hvaða máltíð þú pantaðir og símanúmer sem ég get náð í þig,“ skrifar starfsmaður KFC.

Einhverjir Facebook-notendur eru sammála starfsmanni KFC og einn bendir á að heilinn í kjúklingum sé á stærð við Maltesers-kúlu og því geti þetta ómögulega verið heili. Færsla Söruh hefur vakið gríðarlega athygli og hefur verið deilt rúmlega þúsund sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa