fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Þetta er ástæðan fyrir því að við grátum við laukskurð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 16:30

Það getur verið ansi leiðinlegt að skera lauk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast eflaust flestir við að fella tár við laukskurð. Það getur verið ansi hvimleitt og oft meira táraflóð en þegar horft er á sorglega bíómynd. Auðvitað eru til ýmis ráð til að forðast þetta flóð, en hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur af hverju tárin streyma fram þegar að laukur er skorinn?

Tárin sem streyma fram þegar laukur er skorinn heita viðbragðstár. Samkvæmt vísindavefnum er þeim seytt sem viðbragð við ertingu eins og reyk og ryki til að vernda augun. Til að gera þetta nema skyntaugar í hornhimnunni ertinguna og berast boð um hana til heilastofnsins í kjölfarið. Þaðan berast síðan hormón til tárakirtla augnanna og valda seytingu tára sem skola ertandi efnið burt úr augunum.

Er við skerum lauk losnar ensím úr læðingi sem verður efnasamband sem heitir syn-propanethial-S-oxide. Þetta efnasamband kveikir á viðbragðstárunum þar sem líkaminn er að reyna að vernda sig gegn þessari efnaárás. Þess vegna grátum við þegar laukur er skorinn.

Þess má geta að talið er að hægt sé að byggja upp ónæmi gegn syn-propanethial-S-oxide en það gæti tekið ár og aldir. Þá má einnig minnast á að viðbragðstár eru ein af þremur gerðum af tárum sem líkaminn myndar. Hinar tegundirnar eru grunntár sem koma í veg fyrir að augun þorni upp og tilfinningatár sem tengjast tilfinningalífinu okkar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa