fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Furðulegar matarvenjur Íslendinga – Annar hluti: Skata með kokteilsósu og pylsa með öllu og Daim-súkkulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 19:30

Stórskrýtnar venjur hér á ferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum kynntum okkur furðulegar matarvenjur Íslendinga fyrir stuttu þar sem ýmislegt forvitnilegt kom í ljós. Við fengum hins vegar svo mikið af ábendingum um undarlega matarsiði að við urðum að sjóða saman aðra samantekt.

Sjá einnig: Furðulegar matarvenjur Íslendinga: Lindubuff í aspassúpu, piparkökur með gráðosti og slátur með kokteilsósu.

Matarvenjur okkar eru greinilega jafn misjafnar og þær eru margar og skemmtilegt að kynna sér það sem tíðkast á eldhúsborðum annarra heimila.

Lýsi út á Cocoa Puffs

Til dæmis kemur lýsi mjög oft fyrir þegar rætt er um matarvenjur og greinilegt að margir hafa alist upp við að nánast drekka lýsi ótakmarkað. Þannig sagðist einn viðmælandi matarvefsins fá sér lýsi út á skyr í staðinn fyrir mjólk og annar sagðist þekkja manneskju sem fengi sér ávallt lýsi út á Cocoa Puffs-morgunkornið.

Lýsi og Cocoa Puffs hljómar eins og undarleg blanda.

„Ekkert betra en að skella smá lýsi út á hafragrautinn,“ skrifar enn annar.

Það er einnig greinilegt að Íslendingar eru hrifnir af því að para saman salt og sætt. Þannig elska einhverjir að dýfa Bugles-snakki í hnetusmjör á meðan aðrir grilla samloku með suðusúkkulaði og osti. Og svo er það þessi:

„Pylsa með öllu og daimkurli.“

Daim-súkkulaði ofan á pylsu. Það er líklegast eitt af því furðulegasta sem við höfum heyrt. Einnig að það sé herramanns matur að fá sér remúlaði með hakki og spagettí.

Laufabrauð með rækjusalati

Laufabrauð og rækjusalat. Er það eitthvað?

Nú líður að jólum og við höfum einmitt einnig safnað saman furðulegum matarvenjum Íslendinga þegar kemur að jólamat. Skatan er vanalega borðuð á Þorláksmessu, en það er mismunandi með hverju hún er borin fram. Einhverjir borða hana með kokteilsósu á meðan aðrir láta tómatsósu og sinnep nægja. Þá virðist einnig vera vinsælt að setja jólaöl eða Malt út á Ris a la mande, þann vinsæla eftirrétt um jól.

„Malt á grjónagraut er besssst!“ segir einn viðmælandi matarvefsins.

Svo er það þessi fjölskylda sem stundar alls kyns skringilegheit í eldhúsinu:

„Kærastinn minn og hans fjölskylda borða laufabrauð með rækjusalati, hann setur tómatsósu út á kjötsúpuna sína og borðar bjúgu með sinnepi og tómatsósu. Svo verður að vera rækjusalat með hangikjötinu hans.“

Hákarl með hráum hvítlauk

Mæjónesssalötin virðast einmitt vera mjög vinsæl á Íslandi og einnig um jól. Við höfum heyrt því oft fleygt fram að ýmiss konar mæjónessalöt, sérstaklega túnfisksalat, séu gríðarlega góð ofan á jólakökusneið. Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. En af furðulegum jólamat, finnst okkur þessi réttur taka steininn úr:

„Prófaði einu sinni Ritzkex með hráu hangikjöti dýft í brætt suðusúkkulaði. Var mjög gott!“

Ritzkex kemur einmitt oft við sögu í rannsóknarleiðangri okkar og elska einhverjir að borða tvö Ritzkex með remúlaði á milli. Ku það vera lostæti. Vöfflur með brúnuðum kartöflum og krækiber og smjör á glænýtt brauð er einnig eitthvað sem Íslendingar elska. En ein undarlegasta matarvenja sem við fréttum af er klárlega þessi hér:

„Þekkti konu sem hafði gjarna hráan hvítlauk með hákarli.“

Má Ritzkex ekki bara vera Ritzkex?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa