fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Brexit veldur matgæðingum áhyggjum: Mars-súkkulaði gæti orðið ófáanlegt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 17:00

Margir elska Mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið vinsæla Mars-súkkulaði gæti orðið ófáanlegt í Bretlandi ef allt fer á versta veg þegar að Bretland yfirgefur Evrópusambandið.

Þannig er mál með vexti að tvö af 21 hráefni sem þarf til að búa til Mars þarf að flytja inn til Bretlands og kemur skipið að höfn í Dover. Ef allt verður vitlaust út af Brexit verður óheimilt að flytja inn þessi hráefni í gegnum Dover og þá getur verksmiðja Mars í Slough ekki framleitt súkkulaðið.

Samkvæmt frétt Mirror hefur umhverfisráðherra Bretlands, Michael Gove, verið látinn vita af þessari hættu, en hráefnin tvö sem um ræðir skemmast á nokkrum dögum. Því þurfa þau að vera flutt til landsins hratt og örugglega.

Mars er gríðarlega vinsælt í Bretlandi og samkvæmt Mirror hafa súkkulaðiunnendur látið í sér heyra á Twitter. Eru þeir bæði hræddir um eftirlætis súkkulaðistykkið sitt en einnig áhyggjufullir yfir þeim sem vinna í verksmiðju Mars í Slough. Mars hefur hins vegar ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa