fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Léttist um tæplega áttatíu kíló: Hér er leyniuppskriftin hennar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 17:03

Lisa er í flottu formi í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Lisa Riley hefur misst tæp áttatíu kíló í þyngd síðustu misseri, eins og hún segir sjálf frá í pistli á vefsvæði Mirror. Þegar hún ákvað að breyta um lífsstíl ætlaði hún samt ekki að léttast svona mikið heldur aðeins að lifa heilbrigðara lífi.

„Ég vissi að ég væri á hættulegri og sleipri leið til óheilbrigðar framtíðar. Ég var alltof þung, ég borðaði of mikið, ég drakk of mikið, mér leið ekki vel með mig sjálfa. En ég vissi að ég væri eina manneskjan sem gæti tekið stjórn á lífinu mínu, breytt neikvæðni í jákvæðni og búið til nýja mig,“ skrifar Lisa.

Lisa ásamt James Corden og Gaynor Faye.

Hún segist vera mun hamingjusamari í dag, en hún borðar þrjár máltíðir á dag og hefur hádegismatinn aðalmáltíð. Þá velur hún sér líka millimál í hollari kantinum. Hún minnkaði einnig áfengisneyslu, en undirstrikar að fólk ætti ekki að bugast þó það misstígi sig á leiðinni að heilbrigðari lífsstíl. Það sé eðlilegt og maður verði að læra af mistökunum.

Lisa gaf nýverið út bókina Lose Weight for Life þar sem hún deilir með lesendum fullt af uppskriftum sem hjálpuðu henni á þessari vegferð. Hér fyrir neðan er ein þeirra, en fleiri uppskriftir má sjá á vef Mirror.

Girnilegur hollusturéttur.

Grænmeti og núðlur fyrir tvo

Hráefni:

1 msk. sesamolía
2 hvítlauksgeirar, rifnir
2 sm engifer, rifið
1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í spírala
1 kúrbítur, skorinn í spírala
1 gul paprika, 1 appelsínugul paprika, 1 græn paprika, skornar í spírala
1 msk. sriracha-sósa
1 msk. hunang
10 g ferskur kóríander, grófsaxað
20 g ristuð sesamfræ
1 súraldin, skorið í báta

Aðferð:

Hitið olíuna í stórri wok-pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlauk og engifer í þrjátíu sekúndur og bætið síðan við spíralagrænmetinu. Blandið vel saman og steikið í 3 til 4 mínútur. Blandið sriracha og hunangi saman í lítilli skál og bætið þessu í pönnu. Hrærið þar til allt er blandað saman. Slökkvið á hitanum og bætið kóríander saman við. Skiptið þessu í tvær skálar og skreytið með sesamfræjum og súraldinsneið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa