fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Ef þú geymir þessi matvæli í ísskáp ertu að gera stór mistök

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 19:30

Ísskápurinn er ekki gott heimili fyrir þessar vörur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru viss matvæli sem má alls ekki geyma í ísskáp, það er að segja ef þú vilt að þau endist eitthvað. Hér eru 29 matvæli sem best eru geymd utan ísskápsins.

Lárpera

Lárperan þroskast mun hraðar þegar hún er geymd við stofuhita, jafnvel vafin í pappír.

Basil

Best er að geyma basil við stofuhita með stilkana í vatni. Þetta virkar líka vel fyrir aðrar kryddjurtir.

Paprika

Paprikan hættir að vera stökk þegar hún er geymd við lágt hitastig.

Kartöflur

Best er að geyma kartöflur í pappírspoka og á stað sem er þurr og svalur. Alls ekki í ísskáp.

Agúrka

Það eru algeng mistök að setja gúrkuna beint í ísskáp en í raun gerir kælingin gúrkurnar vatnskenndar. Best er að vefja þeim í plastfilmu ef þú vilt geyma þær í ísskáp, annars bara geyma þær við stofuhita.

Súrar gúrkur

Það er nú þegar búið að skella fullt af hráefnum í súrar gúrkur svo þær geymist vel þannig að þær þurfa ekki á ísskáp að halda.

Laukur

Hefurðu tekið eftir því að laukur verði linur í ísskápnum og myglar fljótt? Í þeim tilvikum er rakinn sökudólgur en laukur unir sér best á stað sem er svalur og þurr.

Hvítlaukur

Sama gildir um hvítlauk eins og lauk. Hann verður gúmmíkenndur þegar hann er geymdur í ísskáp.

Tómatar

Góð vísa er aldrei of oft kveðin en tómatar halda besta bragðinu og eru hvað safaríkastir þegar þeir eru geymdir við stofuhita.

Bananar

Bananar þurfa hlýrra loftslag til að þroskast sem þýðir að ísskápurinn er ekki staðurinn fyrir þá.

Ber

Það eru meiri líkur á að ber haldist fersk þegar þau eru geymd við stofuhita. Rakinn í ísskápnum hreinlega eyðileggur þau.

Sítrusávextir

Geymið þá við stofuhita og fjarlægið strax þá ávexti sem byrja að mygla þar sem myglan er fljót að læsa klónum í hina ávextina.

Hunang

Hér er matvæli sem er ekki vandlátt og má geyma það hvar sem er utan ísskápsins.

Hnetusmjör

Þú getur geymt hnetusmjör við stofuhita í allt að þrjá mánuði. Þá ætti krukkan að klárast.

Hnetur

Ekki eyðileggja bragðið af hnetunum með því að geyma þær í ísskáp. Þær ættu að vera í lofttæmdu íláti á stað sem er ekki of heitur og ekki of kaldur.

Melónur

Melónur ættu að vera geymdar við stofuhita á meðan þær eru heilar. Þegar búið er að skera þær er best að geyma þær í ísskápnum.

Ólífuolía

Ólífuolíu ætti að geyma á dimmum og svölum stað.

Epli

Það er í góðu lagi að geyma epli á borði í eina viku eða tvær.

„Hot sauce“

Það er edik í „hot sauce“ svo hún geymist lengur. Aðeins rjómasósur þarf að geyma í ísskáp.

Tómatsósa

Sýran í tómatsósu verður til þess að óþarfi er að geyma hana í ísskáp. Tómatsósa heldur sér í mánuð við stofuhita en ef þú vilt eiga hana lengur þá er vert að setja hana í ísskápinn.

Sojasósa

Þökk sé gerjun getur sojasósa verið geymd uppi í skáp svo mánuðum skiptir.

Smjör

Þessu höfum við sagt frá áður en það er í góðu lagi að skilja smjör eftir við stofuhita í um viku svo það sé ávallt mjúkt og gott.

Brauð

Það er í góðu lagi að frysta brauð en það verður þurrt og dauft þegar það er geymt í ísskáp.

Bakkelsi

Það eru mikil mistök að geyma bakkelsi í ísskáp. Best er að geyma þau í pappírspoka við stofuhita.

Súkkulaði

Ekki geyma súkkulaði í ísskáp nema þú viljir að það missi sitt dásamlega bragð. Geymdu það frekar á dimmum og þurrum stað.

Kaffibaunir og malað kaffi

Kaffi er best geymt í búrinu ef þú vilt fá besta bragðið.

Gamall ostur

Hér erum við að tala um harðan ost eins og til dæmis parmesan. Hann getur lifað við stofuhita í nokkra mánuði.

Fiskur í dós

Þetta geymist utan ísskáps alveg þar til þú opnar dósina.

Eggaldin

Þetta grænmeti missir sitt dásamlega bragð inni í ísskáp en það endist bara í nokkra daga við stofuhita. Best er að borða það strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa