fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Við springum úr nostalgíu: Manstu eftir þessum matvælum?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 13:00

Góðir tímar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft gaman að rifja upp gamla tíma, en oft á maður einmitt mjög matartegndar minningar um æsku sem ómögulegt er að endurgera sökum þess að viss matvæli eru ekki lengur til á markaðinum. Fyrir stuttu fórum við yfir tíu drykki sem urðu tímanum að bráð, en að þessu sinni vindum við okkur að alls kyns matvælum sem margir sakna úr matvöruverslunum.

Sjá einnig: Manstu eftir þessum? Tíu drykkir sem urðu tímanum að bráð.

Skólajógúrt í nesti

Ef þú varst í grunnskóla á níunda eða tíunda áratug síðustu aldra þá eru allar líkur á að þú hafir einhvern tímann mætt með Skólajógúrt í nesti. Þvílík snilld sem þetta jógúrt var og allir áttu sína uppáhalds bragðtegund. Og umbúðirnar, maður minn, svo skemmtilegar. Talandi um metnaðarfulla hönnun.

Gleymda systir Skinkumyrjunnar

Einhver fleygði því fram á Twitter um daginn að Napólímyrjan væri gleymda systir Skinkumyrjunnar. Því miður féll myrjan algjörlega í gleymskunnar dá, mörgum til mikils ama.

Kíkið neðst í hægra hornið á myndinni. Þar er Napólímyrjan.

Umdeildur Ópal

Sagan um Bláan Ópal virðist ætla að vera endalaus en lífshlaup Ópalsins er iðulega rifjað upp. Sælgætið var fyrst tekið úr sölu árið 1982 sökum þess hve mikið magn af klóróformi það innihélt. Árið 2005 hvarf það aftur af sjónarsviðinu og hefur ekki sést meir. Nóa Siríus hafa borist fjölmargar áskoranir um að hefja framleiðslu á nýjan leik, en hugsanlega myndi skortur á klóróformi valda einhverjum vonbrigðum. Einhverjir sáu sér leik á borði fyrir þrettán árum og birgðu sig upp af Bláum Ópal. Höfum við á DV meira að segja frétt af fólki sem á leynibirgðir í frystikistum víðs vegar um landið. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum það.

Blár Ópal.

Af hverju að breyta klassíkinni?

Ávaxta Töggur finnast ekki lengur. Skiptar skoðanir voru um þessar ávaxtakaramellur. Sumum fannst óþarfi að breyta klassíkinni á meðan aðrir fögnuðu nýbreytninni.

Malta súkkulaði

Blaðamaður DV heyrði einu sinni hjá einkaþjálfara að skásta nammið til að borða, ef hugsað er um aukakílóin, væri Malta súkkulaði. Nú er það hins vegar ekki til þannig að það er spurning hvað getur komið í staðinn?

Ekki ríki heldur súkkulaði.

Ástar-haturssamband

Smellur – fjögur, lítil jógúrt saman í pakka. Ótrúlega mikið sull en svo gott að það var ávanabindandi.

Hvar er græni pokinn?

Hey, munið þið þegar maður fór út í sjoppu, leigði sér tvær spólur, eina nýja og eina gamla, og fékk sér bland í poka í grænum poka fyrir hundrað kall? Það voru góðir tímar. Einfaldari tímar.

Algjör eðall

Það er eiginlega óskiljanlegt að Eðaljógúrt hafi horfið af markaði. Það var gífurlega vinsælt og á sérstakan stað í hjörtu margra.

Eðaljógúrt.

Sunnudagssæla

„Það liggur við að maður drífi sig í sólfötin.“ Þetta var setningin sem átti að sannfæra fólk um að kaupa Sunnudagsjógúrt með banönum og kókos. Íslendingar greinilega kærðu sig hvorki um sólföt né Sunnudagsjógúrt.

Hlunkur sem bragð var af

Lakkrís hlunkurinn virkaði ekki sem skyldi, sem er óskiljanlegt þar sem Íslendingar elska lakkrís. En Hlunkurinn bara varð að fara.

Hlunkandi gott.

Taktu þátt í skoðanakönnuninni – hvaða matvæli vilt þú fá aftur á markað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa