fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Matur

Kryddpía hellir sér í bakstur: Meintum kynferðisbrotamanni skipt út

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 22:00

Emma Bunton stýrir bakstursþætti.

Kryddpían Emma Bunton hefur verið ráðin stjórnandi nýrrar seríu af bandarísku bakstursþáttunum The Great American Baking Show: Holiday Edition. Mun hún stýra þáttunum ásamt Anthony „Spice“ Adams, en The Great American Baking Show er bandaríska útgáfan af bresku bakstursþáttunum The Great British Bake Off, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda.

Í bandarísku þáttunum verður fylgst með keppendum spreyta sig á bakstursáskorunum í anda jólanna og í lok seríunnar verður besti áhugabakari Bandaríkjanna krýndur. Ásamt þeim Emmu og Anthony verða þau Paul Hollywood, stjarna í bresku þáttunum, og bakarinn Sherry Yard í dómnefnd.

Hér er Emma ásamt Anthony, Paul og Sherry.

The Great American Baking Show var tekinn af dagskrá í fyrra þegar fyrrverandi dómari í þáttunum, Johnny Iuzzini, var sakaður um kynferðisáreiti og -brot af fjórum fyrrum starfsmönnum hans á veitingastað í New York.

Þættirnir hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni ABC þann 6. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Matseðill vikunnar: Ketó-súpa, öðruvísi lasagna og pítsuspagettí

Matseðill vikunnar: Ketó-súpa, öðruvísi lasagna og pítsuspagettí
Matur
Í gær

Ólíkleg mynd henti Kylie Jenner úr fyrsta sæti: Hátt í 30 milljónir læka á nokkrum dögum

Ólíkleg mynd henti Kylie Jenner úr fyrsta sæti: Hátt í 30 milljónir læka á nokkrum dögum
Matur
Fyrir 2 dögum

21 árs með slappan rass og ekkert úthald: „Tík, þú ert að svelta þig“

21 árs með slappan rass og ekkert úthald: „Tík, þú ert að svelta þig“
Matur
Fyrir 2 dögum

Bæ, bæ hefðbundið brauð: Ketó-brauð er málið

Bæ, bæ hefðbundið brauð: Ketó-brauð er málið
Matur
Fyrir 3 dögum

Á vængjum ástarinnar: Þetta bakar Ingibjörg fyrir Einar

Á vængjum ástarinnar: Þetta bakar Ingibjörg fyrir Einar
Matur
Fyrir 4 dögum

Við höfum verið að nota álpappír vitlaust í öll þessi ár

Við höfum verið að nota álpappír vitlaust í öll þessi ár