fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Kampavínssmökkun á Hlemmi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 18:00

Helgin er tileinkuð kampavíni.

Alþjóðlegi kampavínsdagurinn 2018 er núna á föstudaginn, 19. október og eru þeir sem ætla að gera vel við sig og fá sér kampavín hvattir til að nota alþjóðlega kassamerkið #champagneday á samfélagsmiðlum.

Haldið er upp á daginn um allan heim, með ýmsum kampavínshátíðum og er Ísland engin undantekning. Kröst í mathöllinni á Hlemmi tekur til að mynda þátt í deginum í annað sinn og býður upp á kampavínssmökkun alla helgina. Þeir sem ákveða að skella sér geta prófað fjögur, ólík kampavín frá mismunandi svæðum Champagne-héraðsins í Frakklandi fyrir 3500 krónur. Þeir sem þekkja sitt kampavín vita að þessi lúxusdrykkur er aðeins framleiddur í Champagne-héraðinu.

Kampavínin sem verða í boði í smökkuninni eru Blanc de Blanc frá Laherte Fréres, rósakampavínið Rosé de Saignée frá Larmandier Bernier, hið fornfræga Spéciale Cuvée frá Bollinger og hið ofurþurra Brut Nature frá Drappier.

Hér gefst áhugamönnum um kampavín tækifæri til að prufa sig áfram með drykkinn og finna hvaða tegund hentar bragðlaukunum best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati
Matur
Fyrir 3 dögum

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt
Matur
Fyrir 3 dögum

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum
Matur
Fyrir 4 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“