fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Matur

Lauma rotnum pillum í Hrekkjavöku sælgætið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 18:00

Þetta Hrekkjavöku nammi er eilítið sérstakt.

Hrekkjavakan er á næsta leiti, en sælgætisframleiðandinn Skittles er nú þegar búinn að ákveða hvaða Hrekkjavöku nammi fyrirtækið ætlar að framleiða fyrir hátíðina á næsta ári.

Nammið heitir einfaldlega Uppvakninga Skittles, eða Zombie Skittles, og verða sælgætispillurnar með sítrus-, melónu-, brómberja-, kirsuberja- og hrútaberjabragði. Skittles lætur ekki þar við sitja og ætlar að lauma Skittles-pillum í pokana sem verða með rotnu uppvakningabragði. Við erum ekki alveg viss hvernig uppvakningar eru á bragðið, en við efumst um að þetta sælgæti verði bragðgott.

Minnir þetta um margt á ýmislegt sem sælgætisframleiðandi Jelly Bean hefur boðið upp á í bragði sem hefur farið misvel í fólk. Ber þar helst að nefna Jelly Bean-spilið sem inniheldur til dæmis sælgæti sem bragðast eins og úldin egg og æla.

Skittles Darkside.

Skittles ætlar einnig að setja dökkt og drungalegt Skittles á markað á næsta ári sem heitir einfaldlega Skittles Darkside og verður það nammi innblásið af dekkri hliðum regnbogans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“
Matur
Fyrir 4 dögum

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ
Matur
Fyrir 5 dögum

Háskólakennari gerir atlögu að frönskum kartöflum og fólk er brjálað

Háskólakennari gerir atlögu að frönskum kartöflum og fólk er brjálað
Matur
Fyrir 6 dögum

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur
Matur
Fyrir 6 dögum

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“