fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Gústaf vill banna börn í Gleðigöngunni – „Ég hef aldrei haft neitt á móti samkynhneigðu fólki“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gústaf Níelsson, sagnfræðingur hefur lengi verið viðloðandi stjórnmál með einum eða öðrum hætti. Var hann fyrsti maður á lista íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir tveimur árum. Þá varð frægt þegar Framsókn og flugvallarvinir skipuðu Gústaf sem varamann í mannréttindaráð. Þá er Gústaf einnig þekktur fyrir að vera bróðir þingmannsins Brynjars Níelssonar en Brynjar hefur þó náð talsvert meiri frama á hinu pólitíska sviði en hann situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Gústaf sem er búsettur á Spáni segir á Facebook-síðu sinni að hann vilji banna börnum að fara í Gleðigönguna. Er þetta kunnuglegt stef hjá gallhörðum þjóðernissinnum. Hinsegin dagar hófust í vikunni og mun Gleðigangan eiga sér stað klukkan tvö á laugardaginn.

Skoðanir líkt og Gústaf viðrar hafa heyrst áður. Frægt er þegar Gylfi Ægisson sagði Gleðigöngunni stríð á hendur. Hann kærði Gleðigönguna til lögreglu vegna „klámfenginna orða“. Gylfi var á endanum kærður af Samtökunum 78 og sakaður um að hafa talað með refsiverðum hætti á samfélagsmiðlunum um hinseginfólk.

Gústaf segist glaður að búa á Spáni, því þá losnar hann við að sjá Gleðigönguna. „Er þessi mannskapur að fara að ganga um Reykjavik um helgina? Það er gott að vera í smábæ á Spáni. Við lifum sérstaka tíma, svo ekki sé meira sagt,“ skrifar Gústaf og birt mynd af erlendri Gleðigöngu.

Gústaf gengur þó enn lengra í athugasemdum við færsluna. Einn vinur hans segir að það sem fólk geri í einrúmi komi engum öðrum við. Því svarar Gústaf: „Þetta fólk er ekki í einrúmi. Það er í almannarými.“

Ein vinkona Gústafs spyr hvort fólk megi ekki sprella smá. „Nokkra daga á ári fær fólk að skemmta sér. Fleiri mæta á Gleðigöngu en Fullveldishátíðir. Hvenær ætlarðu eiginlega að koma út úr skápnum? Það hlýtur að vera loftlaust hjá þér í tilbreytingarleysinu. Hélt þú værir smágrínisti innst inni, Gústaf,“ skrifar konan. Þessu svarar Gústaf: „Mér þykja göngur af þessu tagi sprenghlægilegar og ekki við hæfi barna.“

Einn vinur Gústafs, Kristján Zophoníasson, spyr hann hvort þessi málaflokkur fái ekki of mikla athygli. Því svarar Gústaf: „Heldur betur. Ég hef aldrei haft neitt á móti samkynhneigðu fólki og geri engar athugasemdir þótt það taki þátt í „leikhúsi lífsins“ með okkur hinum, en mér finnst óþarfi að það troði sér allt á fremsta bekkinn og á sviðið líka.“

Líkt og áður segir hefur tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson haft sig hvað mest frammi í að gagnrýna gleðigönguna. Í frétt DV um það mál var haft eftir Gylfa: „Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðlilegt finnst þetta kannski spennandi og skemmast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rússlandi.“ Einn stjórnarmeðlimur Hinsegi daga mótmælti Gylfa og sagði að engin klámvæðing væri á Hinsegin dögum.

„Það er miklu meiri klámvæðing í öllum tónlistarmyndböndum sem þú finnur á netinu og í fjölmiðlum. Þetta er auðvitað bara gleðiganga og fjölskylduviðburður fyrir alla aldurshópa þannig að mér finnast þessi ummælin hans algjörlega skot fyrir neðan mitti,“ sagði stjórnarmeðlimurinn en það má slá því föstu að þeir sem skipa hópinn sem gagnrýna gönguna er afar fámennur við hliðina á þeim sem fagna þessum degi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga