Fyrir þennan leik var Ísland með 100 prósent árangur á mótinu en leikurinn í kvöld var hrein skelfing. Vörnin var óþekkjanleg frá síðustu leikjum og ekki hjálpaði til við að markvörður heimamanna varði eins og berserkur.
Króatar sigldu snemma fram úr Íslandi í dag og leiddi liðið 20-12 í hálfleik. Strákunum okkar tókst ekki að sína mikið betri frammistöðu í seinni hálfleik og lokatölur 32-26.
Atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag var Viggó Kristjánsson með 5 mörk.
Stórt tap Íslands og sigur Egypta á Slóvenum fyrr í dag þýðir að Strákarnir okkar falla úr fyrsta sæti milliriðilsins og í það þriðja.
Liðið mætir Argentínu á sunnudag og ætti sigur þar að vera formsatriði. Það verður hins vegar ekki nóg til að fara í 8-liða úrslit nema önnur úrslit verði okkur í hag.